top of page
Untitled (Instagram Post (Square)) (Presentation (169)) (Facebook Cover).png

HVAÐ ER MARKÞJÁLFUN?

Markþjálfun er samtalsmeðferð fyrir alla þá sem vilja stækka, ná meiri árangri og finna meiri staðfestu í sjálfum sér. Hún snýst um að hjálpa þér að finna þína leið að þínu markmiði, vera stuðningur og hjálpa þér að styrkja þig í þínu sjálfi.

Mér finnst auðveldasta lýsingin á markþjálfun að við erum hreinlega að leysa úr hugsanaflækjum saman og finna hvað skiptir þig mestu máli

Við göngum í gegnum allskonar breytingar yfir allt lífið, stórar sem smáar, sama hvort við kjósum það eða ekki. Markþjálfun snýst um að hjálpa þér að taka næsta skref í átt að stóru myndinni með auknu sjálfstrausti og öryggi. Hvort sem það er að skrá þig í nám, skipta um starf, taka ábyrgð á fjárhagnum þínum, breyta um lífsstíl, hugarfar eða hvað annað kemur upp.

Hvernig hljómar aukið sjálfstraust varðandi fjármálin þín, meiri skilningur á neysluhegðun þinni og skýr markmið varðandi framtíðina? 

Það er það sem ´Lets talk about money baby´ snýst um

LTAMB er þriggja mánaða prógram þar sem ég hef týnt það besta úr 10 ára reynslu minni sem verslunar- og rekstrarstjóri í sambland við markþjálfun og viðskiptafræði til þess að kenna þér á fjármálin þín, bæta sjálfstraust þitt og gefa þér þau verkfæri sem þú þarft til þess að halda áfram sjálf/ur eftir þessa 3 mánuði og rúlla upp markmiðunum þínum.

Viltu fá póst frá mér um tilboð eða ný námskeið?

Takk fyrir!

bottom of page