
Ertu þreytt/ur á því að líða eins og þú sért alltaf á sama stað fjárhagslega - og að þú "ættir" að vera að ná meiri árangri?
Er þetta þú?
Þú hefur alltaf unnið mikið, alltaf verið dugleg/ur og færð þokkalega útborgað. Nærð alltaf að "redda þér" en samt finnst þér fjármálin alltaf vera að þrengja meira að þér og kvíðinn kemur og laumast aftan í hálsmálið? Þú ert að festast aftur og aftur í að reyna koma þér af stað í að nota peningana þína betur, fara að spara, borga niður skuldir, fylgjast með útgjöldum en dettur alltaf úr rútínu eftir nokkrar vikur og endar á sama stað.
Vandamálið er ekki að þú "kannt ekki á peninga" - heldur að þér hefur aldrei verið kennt að nota peningana til þess að styðja við hver þú ert og hvað þú raunverulega vilt, og hvað þá hvernig þér getur liðið vel í kringum þá og notað þá með sjálfsöryggi!
Núna er kominn tími á að endurstilla hvernig þú hugsar um peninga!
Financial Bootcamp er 5 vikna vinnustofa fyrir þau sem eru tilbúin til þess að fara í alvöru að byggja upp nýjan fjárhagslegan raunveruleika þar sem þú ert ekki bara alltaf að redda þér mánuð eftir mánuð- heldur þar sem þú lærir hvernig þú getur breytt fjárhagskvíðanum yfir í öryggi og betra líf!
Á þessum 5 vikum förum við yfir venjurnar þínar, hugarfarið og mynstrin sem halda þér niðri fjárhagslega og þú færð alvöru þekkingu og verkfæri til þess að hanna hvernig þú vilt njóta peninganna þinna sem allra mest!
ÞAÐ SEM VIÐ FÖRUM YFIR Í
FINANCIAL BOOTCAMP
01
Vika 1: Reflect and reset!
Við förum yfir hvað er fjárhagsleg heilsa og hvernig við byggjum hana upp. Við byrjum á góðri sjálfsskoðun, því án þess vitum við ekki hvað við þurfum og viljum. Við forgangsröðum verkefnum, setjum skýra stefnu og byrjum strax að byggja upp sjálfstraust í garð peninganna okkar!
02
Vika 2: Oh my money habits!
Hvernig breytum við venjum og hvernig tengist það fjármálum? Við förum á kaf í að skoða hvar við erum mögulega að eyðileggja fyrir okkur sjálfum og lærum hvernig við breytum og byggjum upp betri venjur og tökum raunverulega ábyrgð á fjárhagsstöðu okkar
03
Vika 3: Mindset is key!
Hvernig getur hugarfarið okkar breytt fjárhagslegum raunveruleika okkar? Þú lærir hvernig þú getur brotið niður hamlandi hugsanir til þess að þú getir farið að sækjast eftir einhverju mun stærra og betra.
04
Vika 4: Busy with budgeting!
Þú lærir einfaldar leiðir til þess að halda raunverulega utanum fjármálin þín svo þú getir farið að forgangsraða því sem skiptir þig mestu máli, hvort sem það er að fara að spara, borga niður skuldir eða hreinlega farið að njóta þess að nota peningana þína í skemmtilegu hlutina í lífinu
05
Vika 5: Create the future!
Við búum saman til spennandi framtíðarsýn með nýjum venjum, hugsunum og allri þekkingunni þinni og einföldum dæmið svo að þú getir verið spennt/ur að stíga í áttina að betri fjárhagslegri líðan, eitt skref í einu!
ÞAÐ SEM ER INNIFALIÐ Á NÁMSKEIÐINU:
-
5x live zoom fræðslu og verkefna-tímar
(60-75mín á mánudögum kl 20:00) -
Upptökur af öllum tímum (aðgengilegt í mánuð eftir að námskeiði lýkur)
-
Útprentanleg vinnubók með verkefnum, spurningum og verkfæri til að fá yfirsýn yfir fjármálin þín.
-
Verkefni sem hjálpa þér raunverulega að ná árangi og standa við það sem þú segir.
-
Persónulegur stuðningur á þínu fjárhagslega ferðalagi og allt pepp sem þú þarft!
-
Tveir greiðslumöguleikar svo þú velur það sem hentar þér best!
FÁÐU MEIRA FYRIR MINNA
Fyrir þá sem vilja fara algjörlega all-in og vilja ennþá meiri aðstoð og ráðgjöf við að gjörbreyta fjármálunum sínum til hins betra þá getur þú bætt við námskeiðið:
- Þrír einkatímar á Zoom (60mín) með Valdísi
Yfir þessar 5 vikur þar sem við getum kafað ennþá dýpra ofaní efnið og þú getur fengið algjöran persónulegan stuðning, aðstoð og leiðbeiningar til þess að þú náir þeim árangri sem þú vilt ná.
VERÐSKRÁ
Financial Bootcamp - 5 vikur
5 hóptímar á Zoom + vinnubók
9.júní - 14. júlí
FORSALA: 34.900kr
(fyrir þá sem skrá sig fyrir 3.júní)
FULLT VERÐ: 42.900kr
VIP Financial Bootcamp - 5 vikur
Auka 3 einkatímar með Valdísi (virði 51.000kr)
FORSALA: 53.900kr
(fyrir þá sem skrá sig fyrir 3.júní)
FULLT VERÐ: 67.900kr
Athugið að mörg stéttarfélög bjóða uppá styrki vegna námskeiða. Endilega athugaðu hvort stéttarfélagið þitt geti endurgreitt þér einhvern hluta af námskeiðisgjaldinu
ÞETTA NÁMSKEIÐ ER FYRIR ÞIG EF...
-
Þú færð þokkaleg laun en líður eins og það sé aldrei nóg
-
Þú hefur reynt aftur og aftur að fara að spara, halda utanum útgjöldin þín eða borga niður skuldir - en ferð alltaf í sama gamla farið aftur
-
Þér líður óþægilega í kringum peninga og finnur reglulega fyrir fjármálakvíða
-
Þér finnst eins og það sé aldrei neitt eftir að peningunum þínum fyrir þig og það sem þig langar að gera
-
Þú ert tilbúin að leggja þig fram og virkilega breyta því hvernig þér líður í kringum peninga og hvernig þú vilt nota þá
-
Þig langar að líða örugg/um í kringum peninga og vera stolt af því hvernig þú notar þá til að styðja við þig
FÖRUM ÞÁ OG BREYTUM STÖÐUNNI!
Ég veit að allir geta breytt fjármálunum sínum sama hvernig staðan er þegar þeir byrja
Ég trúi því að þú getir tekið stjórnina á peningunum þinum með öryggi og stolti
Að þér geti liðið vel, notað peninga til að styðja þig og byggja þig upp og getir verið spennt/ur fyrir fallegri fjárhagslegri framtíð!
Ertu til í fjárfesta í fjárhagslegri framtíð þinni
og hefja þetta ferðalag?
Við byrjum mánudaginn 9. júní kl 20:00