top of page

LETS TALK ABOUT MONEY BABY

Lets talk about money baby er fyrir þá sem vilja fá persónulegan stuðning og aðstoð til að taka fjármálin sín föstum tökum og skilja hvernig hægt er að stjórna peningum betur til að geta lifað lífinu með meiru fjárhagslegu öryggi eins og þeim best hentar án allra öfga.

Ef þú tengir við eitthvað af eftirfarandi:

Átt erfitt með að átta þig á hvert peningarnir þínir eru að fara 

Hefur byrjað aftur og aftur að reyna halda heimilisbókhald og skipuleggja fjármálin þín en alltaf gefist upp.

Finnst óþægilegt að tala við fjölskyldu eða vini um peninga

Langar að vera betri í að spara en veist ekki hvernig þú átt að standa við það eða færð samviskubit yfir því að þurfa nota sparnaðinn.

Fékkst lélega fjármálafræðslu 

Veist hvað þú átt að gera en getur af einverjum ástæðum ekki framkvæmt 

Ert með allskonar neysluskuldir, lán og skuldbindingar sem þú ert að týna sjálfum þér í og veist ekki hvaða skref er best að taka.

Ert á tímamótum þar sem margt er að breytast fjárhagslega og vantar aðstoð við að létta á andlegu hliðinni og skipuleggja nýjan raunveruleika

Þú þráir að líða vel í kringum peninga, eiga meira af þeim og nota þá í allt það sem veitir þér hamingju og vellíðan.

Allt hér að ofan og miklu meira til eru dagleg vandamál sem fyrri viðskiptavinir hafa komið með til mín og ég hjálpa þeim að leysa úr með persónulegri nálgun. Þjónustan er tvíþætt:​​​​​​​​​​​​​​​​​​

Heimilisbókhald (3)_edited.png
Heimilisbókhald (3)_edited.png

Við erum að lágmarki saman í 3 mánuði því það tekur þolinmæði og tíma að byggja upp betri skilning, búa til fallega framtíðarsýn með nýjum venjum.​

 

Mitt markmið er að hjálpa þér að efla þig og sjálfstraust þitt, bæta fjárhagslega heilsu, skilja almennilega samband þitt við peninga og að þú hafir öryggi til þess að taka ábyrgð á fjármálunum og halda áfram vegferðinni með nóg af verkfærum í töskunni. Árangurinn er undir þér kominn, en það sem ég get gulltryggt þér ef þú ert tilbúin/n í breytingar að í Lets Talk About Money Baby:​​​​

​Sérð þú nákvæmlega hvert peningarnir þínir fóru í hverjum mánuði.

Lærir þú að skipuleggja fjármálin fram í tímann í stað þess að vera í endalausu catch-up við reikninga.

Lærir þú að setja þér fjárhagsleg markmið og stefnu .

Færð þú stuðning og og hjálp við að komast af stað í nýja vegferð í átt að betri fjárhagslegri heilsu.

Færð þú öruggt rými til að skoða samband þitt við peninga og hvernig þú getur notað þá betur í þinn hag og það sem skiptir þig raunverulega máli.

Lærir þú að eiga góð og uppbyggileg samtöl um fjármál heimilisins við maka í stað streituvaldandi ágreinings.

Sameiginleg fjármál (2).png
Sameiginleg fjármál (1).png
Sameiginleg fjármál (3)_edited.png
bottom of page