top of page

Valdís Hrönn Berg

Untitled (Instagram Post (Square)) (Presentation (169)) (2)_edited.png

Ég heiti Valdís Hrönn Berg og er með BS gráðu frá Háskólanum á Bifröst í viðskiptafræði. Ég starfa sem markþjálfi í dag, með ACTP menntun í markþjálfun og er menntaður ÍAK Einkaþjálfari.  Ég er meðlimur, sem og sit í stjórn ICF, Fagfélagi markþjálfa á Íslandi sem gjaldkeri og starfa eftir siðareglum ICF. Ég er einnig sölufulltrúi hjá Perla Investment á Spáni.

Í 10 ár starfaði ég sem verslunarstjóri og síðar rekstrarstjóri yfir matvöruverslunum og lærði gríðarlega mikið á þeirri reynslu. Ég er með tugi námskeiða í þjónustufræðum, mannauðsstjórnun og rekstri að baki, en mikilvægasti lærdómurinn var þó að þetta fyrirtækjaumhverfi tók sinn toll af andlegri og fjárhagslegri heilsu minni og þar kom að því að ég þurfti að finna mér nýja leið í lífinu.

Ég hef farið í gegnum margar áskoranir í lífinu, gekk í gegnum lélegt fjármálauppeldi, með ógreint ADHD og allsskonar áföll á bakinu. Ég vann mig aftur og aftur í gegnum skuldir og áskoranir, og lærði í leiðinni að góð fjárhagsleg heilsa snýst ekki bara um það að eiga sem mest eða fá hærri laun. Heldur snýst hún um það hvernig við upplifum að fá peninga til okkar, eiga þá, og hvernig við notum þá til að styðja við okkur í lífinu,

Í dag lifi ég fjárhagslega sjálfstæðu lífi á Spáni með fjölskyldunni minni, fæ að starfa við það sem ég elska, að hjálpa fólki, fræða, styrkja og styðja og byggja upp mitt raunverulega draumalíf á sama tíma. 

Að framkvæma, finna lausnir og hámarka útkomuna hefur verið líf mitt seinustu 12 ár og ég nýti þá reynslu í dag með markþjálfun og fræðslu til að hjálpa þér að geta fundið út hvernig þitt draumalíf lítur úr og hvernig við getum gert það að raunveruleikanum þínum.

Ég brenn fyrir því að stækka, skilja og elska sjálfan sig meira. Líkamleg, andleg og fjárhagsleg heilsa er okkur öllum lífsnauðsynleg og ég trúi því að minn tilgangur sé að styðja við aðra í sinni vegferð að betri heilsu. 

bottom of page