top of page

Fjárhagslegt sjálfstraust

Hvað þýðir það að vera tilfinningalega tengd peningunum okkar? 
Skoðum hvaða áhrif peningarnir okkar hafa á tilfinningar okkar og hvernig það tengist inn í sjálfstraustið okkar, og daglegt líf.

Hvernig getum við minnkað daglegan fjárhagskvíða, tekið öruggar ákvarðnir og áttað okkur á hvernig við erum að halda aftur að okkur í því að njóta þess að eiga og nota peninga?

Hvað þýðir raunverulega góð fjárhagsleg heilsa, hvernig bætum við hana og hvernig getum við farið að nota peningana okkar til þess að styðja við okkur í stað þess að vera stór streituvaldur í lífi okkar?

Þessum spurningum og fleiru munum við svara saman á næstu 6 vikum þar sem við opnum augum saman fyrir möguleikunum sem liggja fyrir þér, hvernig þú getur haft það gott í lífinu án samviskubits og fjárhagskvíða um að eiga ekki nóg og hvernig við getum byggt upp meira sjálfstraust og heilbrigðari sjálfsmynd um það hvaða tilgangi peninga þjóna okkur í okkar daglega lífi.

Fjárhagslegt sjáfstraust er 6 vikna námskeið þar sem þú færð þú eina upptöku í hverri viku með umræðu- og fræðsluefni vikunnar og heimanám þar sem þú getur yfirfært efnið yfir á þig persónulega. Þú færð einnig 2x 60 mín live hóp-spjall í viku 2 og 6 þar sem við ræðum það sem þarf að ræða, finnum lausnir og lærum af hvor öðru og þú ræður alveg hversu miklu eða litlu þú deilir.

Námskeiðið fer fram í lokuðum Facebook hóp þar sem við styðjum hvort annað í að stækka saman og að finna út hvað hentar er best fyrir okkur persónulega. 

Þetta er námskeið fyrir alla þá sem vilja vera í betri tengingu við peningana sína, þá sem finna fyrir kvíða yfir því að láta frá sér peninga burtséð frá góðri eða slæmri fjárhagsstöðu, læra meira um það afhverju þú gerir það sem þú gerir og hvernig þú getur aukið daglega meðvitund í tengslum við peninga og breytt skömminni sem hangir yfir þér yfir í sjálfstraust og sjálföryggi í ákvörðunum.

Þeir sem hafa komið í fjárhagsmarkþjálfun til mín á seinusta 1.5 ári hafa þá sameiginlegu reynslu að hafa áttað sig á því að það er yfirleitt ekki upphæðin sem kemur inná bankareikninginn í hverjum mánuði sem skiptir máli - heldur hvernig okkur líður þegar við fáum peninginn og hvernig okkur líður þegar við notum hann.

Og mig langar að deila því áfram til þín,.

Við byrjum miðvikudaginn 1.maí og verð fyrir allar 6 vikurnar er aðeins 3.900kr. 

Nýjir þátttakendur geta geta komið í hópinn til 8.maí en þá lokar fyrir nýskráningar.

Þú skráir þig með því að fylla út formið hér að neðan og millifæra 3.900kr inná 
kt. 011291-3099
rkn. 0326-26-130112

Hlakka til að sjá þig!

Komdu með í meira Fjárhagslegt sjálfstraust

Greiðsla í gegnum millifærslu á 

kt. 0326-26-130112

kt. 011291-3099

3.900kr

Sendu staðfestingu á millifærslu á valdishronnberg@gmail.com.

Þú færð aðgang að Facebook-hópnum um leið og staðfesting á greiðslu hefur borist. 
 

Við byrjum 1.maí!

Með skráningu ferð þú sjálfkrafa á póstlista Berg Coaching og þú getur afskráð þig hvenær sem þú vilt.

Takk fyrir skráninguna - kíktu á póstinn þinn fyrir staðfestingarpóst!

bottom of page