Stutt og létt námskeið sem skiptist í fyrirlestur um fjármál heimilisins, sparnað, markmiðasetningu og gagnvirka Excel kennslu í heimilisbókhaldi
Lets talk about money baby: Excel skjal fyrir heimilisbókhald sem þú getur notað ár eftir ár og ítarlega kennslu um það hvernig þú fyllir inn í það á auðveldan hátt til þess að fá fullkomna yfirsýn yfir fjárhag heimilisins, skipuleggjum okkur fram í tímann og bætum fjárhagslega heilsu okkar.
Fyrirlestur: Þar sem við förum yfir einföld heimilisfjármál á mannamáli, hvernig við borgum niður skuldir, búum okkur til sparnað, setjum okkur markmið og bætum tilfinningaleg tengsl okkar við peningana okkar
Þú færð svo upptöku af námskeiðinu senda í pósti eftirá þar sem þú getur halað henni niður og horft aftur og aftur til að rifja upp
Um næsta námskeið
Hvenær: Fimmtudaginn 16.maí 2024
Klukkan hvað: 17:00-19:00
Hvar: Í gegnum Zoom
Hvað kostar: 9.990kr
Nú er einnig í boði að kaupa námskeið og 1 (50mín) markþjálfunartíma eða ráðgjöf fyrir þá sem vilja fá extra stuðning til að komast af stað eftir námskeiðið.
Verð á námskeiði með 1x einkatíma er 21.990kr